Afrekaskrá Svandísar í ráðherrastól

Íslenskufræðingurinn Svandís Svavarsdóttir hefur óneitanlega svolítið sérstakan ráðherraferil að baki.  Alla jafna heyrist ekki mikið í henni en af og til gýs hún upp með miklum látum.  Ber þar helst að nefna nokkur hitamál: 

1. Afsalaði Íslendingum kolefnislosunarkvóta að andvirði tuga ef ekki hundruða milljarða sem Íslendingar höfðu barist fyrir árum saman á grundvelli svokallaðs "íslensks ákvæðis" í Kyoto-samkomulaginu - þvert á álit sérfræðinga og fagaðila hér á landi

2. Úrskurðaði að línuframkvæmdir á Reykjanesi skuli í sameiginlegt mat - þvert á álit Skipulagsstofnunar og annarra fagaðila, enda lítil sammögnunaráhrif.

3. Setti stífustu reglugerð heims fyrir losun á brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum, ársmeðaltal undir 5 mg/m3 og dagsmeðaltal undir 50 mg/m3 (álíka stíft og í nágrenni Napa Valley), sem setur hagkvæmni margra góðra virkjanakosta í uppnám - þvert á álit Umhverfisstofnunar, World Health Organisation (WHO) og annarra sérfræðinga sem lögðu til að þessi mörk væru 150 mg/m3 (og þótti stíft).

4. Berst á móti því að Magma Energy fái að bjarga HS Orku og ber við ólögmæti kaupsamninga - Þvert á álit tveggja nefnda og fjölda lögfræðinga

5. Hafnaði að staðfesta aðalskipulagsbreytingar í Flóahreppi og Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem framkvæmdaraðili hafði aðstoðað sveitarfélögin við að greiða útlagðan kostnað vegna breytinganna, en fordæmið stöðvaði stórframkvæmdir eins og virkjanir, vegaframkvæmdir o.fl. um allt land - þvert á álit dómstóla.

...og svo var íslenskufræðingurinn Svandís ein þeirra sem hneykslaðist á því að dýralæknir hafi verið gerður að fjármálaráðherra!


mbl.is Svandís svarar Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Hjartarson

Ef Íslenskir náttúruöfgamenn  fá að halda sínu striki  verður niðurstaðan sú að eingöngu verður veitt heilbrigðisþjónustu í 101 Reykjavík innan fárra ára. Heilbrigðisþjónustan verður eingöngu í boði fyrir Reykvíkinga.  Útflutningstölur þessa árs sýna að 57% af vöruútflutningi er ál og iðnaðarvörur. Orka er eina auðlind okkar,  þar sem hægt er að bæta hratt og mikið við útflutningstekjurnar.  Rekstur álvera er besta form á orkuútflutningi sem til er, þetta eitthvað annað sem VG talar um er Ekkert annað.

Hreinn Hjartarson, 9.10.2010 kl. 09:50

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sama hvar borið er niður hjá VG,  þeir vilja ekkert nema fá að borga Iceve, ganga í ESB og fá Evru . 

Svo vilja þeir reisa styttu af foringjum sínum J.S og S.J.S. og skera svo niður og skera niður til þess að þetta landbyggða hyski fari þaðan svo Evrópu hænsnin fái  rúmt pláss fyrir sig í auðnunnum Svandísar.   

Þjónustu stöðvar fyrir Spænsk og Bresk fiskiskip ef svo færi að þau biluðu  væru auðvita mjög þarfar en ef þau bila lítið þá má geima starfsmennina á snögum eins og gallanna.

Auðvita verður aflanum landað hjá siðuðu fólki í Evrópu.  En þessi S. Svavarsdóttir  er líkari föður sínum en hann sjálfur og er  hvað dyggust skástífa við stefnuskrá þeirra Jóhönnu og Steingríms sem þú hefur hér réttilega drepið á.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.10.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Bjarni Pálsson

Ég hef ekki orðið var við að VG vilji ganga í ESB og taka upp Evru - frekar að SJS hafi gefið til kynna að hann vilji komast undir norsku krúnuna.  Mér hefur helst sýnst að Svandís og fleiri sannir náttúru- og bókmenntaunnendur í röðum VG aðhyllist helst lífsspeki Bjarts í Sumarhúsum!

Bjarni Pálsson, 9.10.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband