Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Hjörtur í toppformi

Sá Hjört með Skagamönnum á ÍR vellinum í gærkveldi í fyrsta sinn í sumar.  Hann kom mér skemmtilega á óvart, virtist vera búinn að tálga af sér 10 kg og var snarpur og hraður - ofan á fína boltatækni og reynslu sem skilaði sér í góðum staðsetningum og fjölmörgum "fiskunum".  Loks notaði hann allt skapið á fremur uppbyggilegan hátt...

Heilt yfir fannst mér hann einn besti maður vallarins og einn af frekar fáum sem sýndu með óyggjandi hætti að þeir ættu heima í efstu deild.  Þótt það hafi dregið af honum átti hann enn kraft í svakalegan sprett upp völlinn á 91. mín. og skildi yngri menn eftir í rykinu.

Ef Hjörtur nær að halda sér í sama formi næsta sumar gæti hann átt a.m.k. eitt gott ár í viðbót meðal þeirra bestu.  Skagamönnum bíður stórt verkefni á næsta ári að tryggja sér sess í efstu deild og veitir ekki af hans hjálp.

P.s. verð annars að taka fram að ég skil ekki af hverju ÍR-ingar eru svo neðarlega í deildinni, þeir sýndu hörkuleik í gær og stóðu fyllilega í toppliði ÍA...

BP


mbl.is Hjörtur: Reikna ekki með að spila með ÍA í úrvalsdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband