Steingrímur gefst ekki upp þótt á móti blási

Flokka mig sem hægri jafnaðarmann og telst seint til stuðningsmanna Steingríms í pólitík.  Dáist hins vegar af þolgæði hans í þessu máli með jafn ólánssama samherja og sjálfsmiðlæga stjórnarandstöðu sem telur að á þessari ögurstundu þjóðarinnar sé rétti tíminn til að slá sér ódýrar pólitískar keilur.

Staðan sem upp er komin er náttúrulega stórfurðuleg:

- Með Icesavelögum nr. 1, sem Alþingi samþykkti og forsetinn staðfesti síðsumars, var sú stefna ákvörðuð að samþykkja að ríkissjóður ábyrgist lán Breta og Hollendinga til tryggingasjóðs innistæðueigenda, fyrir lágmarksupphæðinni, EUR 21.500 á hvern reikning.

- Deilan snýst hins vegar um vexti og skilmála, þ.m.t. hvað gerist ef lánið verður ekki uppgreitt 2024, ef í ljós kemur að Íslendingum beri ekki lagaleg skilda til að greiða, ef Íslendingum tekst ekki að ná aftur upp hagvexti o.s.frv.

- Icesavelög nr. 2 voru send í þjóðaratkvæðagreiðslu af forseta Íslands.  Því ber að halda atkvæðagreiðsluna, hvort sem einhver tilgangur er lengur með henni eða ekki.  Kannski hefði mátt fresta kosningunum en Steingrímur og Jóhanna með klækindum hafa notað þær sem svipu á bresk og hollensk stjórnvöld til að halda þeim við samningaborðið. 

- Á borðinu eru vísbendingar um að betri lánskjör séu í boði, þökk sé ógninni af þjóðaratkvæðagreiðslu og möguleigum afleiðingum hennar á stjórmálastöðugleika í Grikklandi og víðar í Evrópu.  Því er einsýnt að hafna beri staðfestingu á Icesavelögum 2 í kosningum á morgun.  Þar sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lagði fram lagafrumvarði sem nú skal kjósa um en ekki er nokkur glóra í lengur að samþykkja, þar sem forsendur hafa breyst, er eðlilegt að þau sitji hjá. 

En þótt stjórnarandstaðan berji á Steingrími við þessar krefjandi aðstæður gefst hann ekki upp heldur vinnur áfram að því að ná fram betri samningi  fyrir þjóðina.

Ég vona að hann klári það mál sem fyrst og láti svo hægri flokkana um þá uppbyggingu þjóðfélagsins sem verður að fara að komast af stað.


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að sumir hefðu brotnað og beðið guð að blessa ísland, í þeirri hrikalega erfiðu stöðu sem Steingrímur hefur verið í..

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband