3.4.2010 | 18:22
Er ráðherrann hæfur eða vanhæfur?
Nú eru breyttir tímar. Fyrir rúmu ári var Álfheiður Ingadóttir talin vera einn af arkitektum búsáhaldabyltingarinnar þar sem hrópað var "vanhæf ríkisstjórn!". Nú er hún komin í ráðherrastól og farin að gefa gerræðislegar tilskipanir hægri, vinstri.
Einhvern vegin kemur þessi uppákoma ekki á óvart en hún hefur oft hlaupið á sig með stóryrtum yfirlýsingum og brugðist harkalega við ef reynt er að rökræða við hana.
Auðvitað er Steingrímur Ari, þrautreyndur trúnaðarmaður í Sjálfstæðisflokknum, ekki að gera henni lífið létt. Með því að leita til ríkisendurskoðunar og opinbera samskipti þeirra á milli varpar hann ljósi á illa grundaða geðþóttaákvörðun og skort á hæfni heilbrigðisráðherra til að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu. Fyrirskipun um að niðurgreiða tannlækningar er vinsæl ákvörðun. En það er ábyrgðarlaust að upplýsa ekki hvaðan fjármagnið til þess á að koma.
Spurningin vaknar, er Álfheiður Ingadóttir hæf sem ráðherra eða vanhæf?
Ráðherra ætlar að áminna forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Athugasemdir
Einhvern veginn held ég að það sé svo að fáum ef nokkrum hafi komið það til hugar að Álfheiður sé hæf. Ég held að ekki einu sinni Steingrími hafi komið það til hugar þegar hann setti hana í embættið. Hann átti bara enga skárri kosti, því að hæfasta (illskásta) fólkið í hans eigin flokki var honum ekki nógu þægt.
Magnús Óskar Ingvarsson, 3.4.2010 kl. 21:39
Það er mesti misskilningur að Álfheiður Ingadóttir hafi verið einhver ,,arkitekt" að búsáhaldabyltingunni svonefndu, svo merkileg er hún ekki.
Jóhannes Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 00:52
Það sem forstjórinn gerð - eðli málsins samkvæmt - var að spyrja Ríkisendurskoðun álits - málið varð ekkert opinbert fyrr en Álfheiður tilkynnti honum að hann fengi áminningu fyrir vikið -
fram að því voru þetta aðeins samskipti milli forstjórans og Ríkisendurskoðunar.
Ef upp kemur svona mál - hvert á maðurinn að snúa sér????
Ekki til þess sem gefur út fyrirmælin - sá aðili - ráðherra - hlýtur að telja sig hafa verið að gera rétt - engin ástæða til þess að ætla neitt annað. - Forstjórinn er í vafa og leitar aðstoðar. Hvað er rangt við málsmeðferðina hjá honum?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.4.2010 kl. 04:50
Sýnist það alls ekki hafa verið "eðli málsins samkvæmt" að forstjóri Sjúkratrygginga skuli hafa hunsað útgefna reglugerð þess ráðherra, sem hans embætti heyrir undir og rokið með klögumál í ríkisendurskoðun, án samráðs við ráðherra.
Algjörlega burtséð frá pólitískum skotgröfum er svona hér um bil allt rangt við málsmeðferðina hjá honum.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 07:43
Við vitum náttúrulega ekki alla söguna.
En ætli við getum ekki verið sammála um að ef eðlilegt trúnaðarsamband ríkti milli ráðherra og forstjóra ríkisstofnunar sem undir hann heyrði hefði forstjórinn spanderað símtali á ráðherrann áður en hann leytar annað.
Þetta trúnaðarsamband virðist ekki ríkja.
Bjarni Pálsson, 4.4.2010 kl. 10:19
Hafi ný reglugerðarhugmynd ráðherra stangast á við aðra reglugerð ber forstjóranum að koma fram með athugasemdir - Ríkisendurskoðun sker úr í slíkum málum og því er það víst eðlilegt að hann leiti sér álits þar.
Getur verið að allt þetta - sem og sum blogin hér að framan séu lituð af því að forstjórinn er ekki VG maður? Hildur Helga - þetta heitir ekki klögumál - þegar embættismaður leitast við að hafa allt með sem eðlilegustum hættu heitir það góð stjórnsýsla.
Líka þótt embættismaðurinn (sjá fullyrðingu Bjarna) sé sjálfstæðismaður.
Ég hef "lent" í Steingrími Ara - maðurinn var gallharður í regluverkinu og bar að vera það og fróðari varð ég þótt ég væri ekki sáttur við niðurstöðu málsins.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.4.2010 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.