8.4.2010 | 12:20
Stórvarasamt - Einangrunargildi hraunkvikunnar blekkir!
Nýstorknuð hraunkvika er geysilega góður hitaeinangrari. Þetta er vel þekkt og er steinull t.d. búin til með því að bræða upp basaltberg við um 1200°C og kæla með því að blása lofti.
Þegar ískaldur vindur leikur um bráðinn hraunstraum myndast því "náttúrulegt steinullarlag" efst sem er ekki heitara en svo að hægt er að ganga á því. Þessi "skurn" getur verið örfáir cm en hún einangrar seigfljótandi 800-1000°C heita hraunkvikuna undir svo hún kólnar mikið hægar.
Skurnin getur hæglega brotnað, ekki síst ef menn leika sér að því að láta hana dúa, og þá er viðkomandi í slæmum málum!
![]() |
Fólk gengur á dúandi hrauninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"og þá er viðkomandi í slæmum málum!"
Ætli viðkomandi sé þá ekki jafnframt komin í hóp þeirra sem eiga tilkall til Darwin verðlaunanna.
Einar Steinsson, 8.4.2010 kl. 12:53
Fínt að sýna frá gosinu - að fara á bílum þarna upp er fásinna -
Fólk er að ganga út á nýtt hraun vegna þess að það dúar svo skemmtilega -
það gæti dúað niður úr - og hvað gerist þá - ?? þá öskra allir - hvar var lögreglan - hvar var hvar var -
ég spyr - hvar var skynsemi þessa fólks??
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.4.2010 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.