13. ráðherrann hættur!

Menn hafa stundum gantast með að Indriði hafi verið 13. ráðherrann, slík hafi völd hans og áhrif verið úr sæti aðstoðarmanns Steingríms.  Spurning hvort einhverra áherslubreytinga sé að vænta?

Huginn Freyr kom ágætlega fyrir í Kastljósi fyrr í vetur og vonandi verða þessi skipti landsstjórninni til gæfu.

Eitt hans fyrsta stóra verk verður væntanlega að halda utan um samninganefnd Íslands í nýjum viðræðum við Hollendinga og Breta.  Í því ljósi er umhugsunarvert hvort það hefði verið heppilegra að finna manneskju sem ekki hafi verið jafn innviklaður í upphaflegu IceSave samningana.


mbl.is Huginn tekur við af Indriða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Farið hefur fé betra og Indriði má halda áfram norður og niður. Það setur þó að mér nettan hroll við að enn einn vitleysingurinn úr samninganefnd Svavars skuli koma í staðinn. Hvernig dettur mönnum í hug að treysta þeim, sem fóru í þá bjarmalandsför? 

Þetta lið er viti sínu fjær, í orðsins fyllstu merkingu. Engan úr þessari nefnd takk. Það er frumskilyrði.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða erindi á svo vísindaheimspekingur í þessa stöðu???  Ég legg til að Jón Daníelsson hjá London school of economics verði fenginn í þetta.  Þetta er hreint ótrúleg ráðstöfun verð ég að segja, en eftir öðru, hafandi fallista í jarðfræði í embætti fjármálaráðherra.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón Steinar - mæltu manna heilastur - VG + starfaði með SG - samningamanni þjóðarinnar númer eitt frá landnámi - læriföður fjármálaráðherra -

það verður væntanlega tekið á málum með algjörlega nýjum hætti - engin hætta á öðru - Svavars-Steingríms heljartökin sem Indriði er búinn að framfylgja svo rækilega verða varla linuð.

Indriði í sérverkefnum - hva - gleymdist að hækka einhverja skatta????

Indriði reddar því - á launum við sérverkefni. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.4.2010 kl. 15:46

4 Smámynd: Bjarni Pálsson

Já, hvað á Indriði að gera núna?

Búinn að hækka:

- Tekjuskatt

- Fjármagnstekjuskatt

- Eignaskatt

- Virðisaukaskatt

- Eldsneytisskatt

- Áfengisskakka

- Orkuskatt

- Ferðamannaskatt

- Sjúkraskatt (innlagnagjöld)

- RÚV-skatt

... hann þarf að leggja höfuðið í bleyti til að finna upp á nýjum skatti... selja inn á Fimmvörðuháls, fábjánaskatt, ... ég veit ekki hvað kemur næst!

Bjarni Pálsson, 8.4.2010 kl. 22:40

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já sko Bjarni - hann er jú sérfræðingurinn - hann kann þetta allt - held að hann hafi skrifað skattakúgunarlistann - en eitthvað er eftir - t.d. súrefnisskattur - norðurljósagjald - vindskattur - sólskattur - birtuskattur - myrkurskattur - lækjaskattur - þúfuskattur - o.fl.o.fl og allt verða þetta nefskattar - sem minnir mig á það að hann getur líka sett á nefskatt sem heitir nefskattur.

Jájá - hann getur dundað sér við ýmislegt. Svo vantar skoðanaskatt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband