Væri ekki nær að Jóhanna sliti stjórnarsamstarfinu?

Karl Th. reynir að beina athyglinni frá hinum stóra óþæginlega sannleika.

Tap í Reykjavík var ekkert einsdæmi, Samfylkingin tapaði einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og víðast hvar um allt land.  Þar sem tekist var á um atvinnumál tapaði Samfylkingin. 

Í fjölmiðlum var rætt um að kosningarnar væru uppgjör á hruninu og því spáð að hinir svokölluðu "hrunflokkar" myndu fá rassskellingu.  En ef rýnt er í niðurstöðurnar er augljóst að ekki er síður verið að fella dóm yfir því sem tók við eftir hrun - ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem er ósamstíga í nánast öllum málum og hefur sáralitlum framförum náð, fær einnig skell.  Ríkisstjórnarsamstarfið hefur að undanförnu verið eitt stórt "djók"!

Hin duglega íslenska þjóð er búin að velta sér upp úr og vorkenna sér yfir bankahruninu í nærri 2 ár.  Nú vill hún að "fjórflokkarnir" hætti þessari sjálfsvorkun, fari að hugsa til framtíðar og byggja upp velferð sem byggir á jákvæðni, bjartsýni og atvinnusköpun um allt land.  Um það var kosið um helgina!


mbl.is Karl Th. vill að Dagur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband