31.5.2010 | 19:27
Framsóknarflokkinn skortir félagslegan þroska
Þar sem ég þekki margt prýðisfólk sem hefur starfað í Framsóknarflokknum þykir mér sorglegt að horfa upp á þann villikattarslag sem ríkir innan dyra. Framsóknarmenn virðast ekki kunna þann góða sið að takast á um menn og málefni á siðmenntaðan hátt, komast að niðurstöðu og standa síðan saman um hana út á við eins og nauðsynlegt er í öllu félagsstarfi.
Sé horft til þeirra subbulegu átaka sem átt hafa sér stað innan flokksins undanfarin ári, sérstaklega í Reykjavík, þykir mér eiginlega merkilegt að flokkurinn skuli þó hafa fengið 2,9% fylgi.
Rifjum aðeins upp helstu hnífstungur síðasta kjörtímabil, raðað út frá niðurstöðu prófkjöra:
2006-2010:
1. Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Rvk, stakk oddvitann Björn Inga Hafnsson í bakið og Bingi yfirgaf flokkinn. Á svipuðum tíma var Guðjón Ólafur veginn (man ekki aðdragandann að því)
2. Anna yfirgaf flokkinn í fússi eftir að hafa lent í 2. sæti í prófkjöri
3. Óskar Bergsson, færðist jafnt og þétt upp listann, varð oddviti þegar Bingi og starfaði nokkuð hávaðalaust með Hönnu Birnu seinni hluta kjörtímabilsins. Fékk fyrir rýting í bakið í næsta prófkjöri.
2010-2014
1. Einar Skúlason, hefur ekki fengið rýting enn en mun væntanlega fá hann fljótlega. Hann slysaðist hins vegar til að stinga flesta stuðningsmenn flokksins í bakið í oddvitaumræðum á RÚV kvöldið fyrir kostningar þegar hann lýsti (uppbyggingar)tímabilinu 1995-2005 sem "ömurlegu" fyrir Framsóknarmenn
2. Guðrún Valdimarsdóttir, "vonarprinsessa Framsóknar", fékk rýting eftir að í ljós kom að nafn eiginmanns hennar fannst í smáu letri í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hafði tapað verulegum fjármunum við fall einhvers bankans.
Kosningum varla lokið og þá óskar Guðmundur Steingrímsson eftir viðtali í sjónvarpi til að koma rýtingi í bak formannsins. Eru ekki haldnir innanflokksfundir til að ræða svona mál???
Er hægt að treysta svona hópi "villikatta" fyrir stjórnun lands og sveitarfélaga?
Svekkelsi og sigrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.