4.6.2010 | 12:21
Dugleg að leggja til hliðar, stelpan?
Hún Svana litla hefur væntanlega verið dugleg að leggja til hliðar undanfarin ár því ég trúi varla öðru en að Íslandsbanki krefjist þess að raunverulegt nýtt fjármagn komi inn í rekstur félagsins.
Það væri ábyrgðarlaust að selja hlutinn yfirvoguðum fjárfestum með 70-100% láni á þessum óvissutímum, jafnvel þótt kvenkyns séu.
Annars hefur Svanhildur Nanna skrautlegan feril að baki, þrátt fyrir ungan aldur, við að skuldsetja Íslandsbanka, Kaupþing og Straum sem forstöðumanneskja fjárstýringar hjá þessum félögum árin fyrir hrun og því auðvelt að láta sér detta í hug að hún hafi náð enn einum "snilldarlánasamningi".
En svona í alvöru talað er gott að unga efnilega fólkið á Íslandi er ekki af baki dottið heldur reynir að klaungrast á fætur og byrja upp á nýtt. Þótt illa hafi ferið árið 2008 þýðir ekki að væla yfir því endalaust heldur þarf að byrja strax að byggja atvinnulífið aftur upp.
Skeljungur seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er nefnilega fagfjárfestir!
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.6.2010 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.