...og er einhver að axla ábyrgð?

Það varð víðar en á Íslandi mikið tjón af völdum áhættusækni í bankaheiminum eða því sem kallað hefur verið "ósjálfbær bankastarfsemi".

Björgunaraðgerðir þessara tveggja bandarísku fjármálastofnana einna kostar hvern íbúa USA allt að $1500.  Örvunarpakki stjórnvalda, sem að mestu fól í sér að kaupa verðlaus undirmálslán af bönkum í einkaeigu, kostaði allt að $700 milljarða, eða allt að $3000 á hvern íbúa.  Einnig var bílaiðnaðinum bjargað og á annað hundrað bankar fóru í þrot.  Í heildina er tjónið líklega nærri einni milljón króna á hvern íbúa Bandaríkjanna.

Hér á landi var stofnað embætti sérstaks saksóknara og sett á laggirnar rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka og ákæra einstaklinga sem kunna að hafa borið ábyrgð á þeim blekkingarleik sem átti sér stað.

En hefur einhver bankastjórnandi, viðskiptajöfur eða stjórnmálamaður í Bandaríkjunum axlað ábyrgð með þeim hætti sem krafist er af íslenskum kollegum þeirra?

Nýjustu fréttir af fjármálalífinu vestra benda þvert á móti til þess að þar ríki "business as usual".


mbl.is Rándýr björgunaraðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Bjarni,

Það er spurning hvort bílaiðnaðinum hafi verið bjargað.  GM fór í gjaldþrot og mörg þúsund manns misstu vinnuna, sérstaklega á Detroit svæðinu.  Ford neitaði að taka við peningum af ríkinu og hefur snúið rekstrinum við og er rekið með hagnaði eftir að tapa næstum 15 milljörðum dollara árið 2008.  Chrysler fór líka í gjaldþrotameðferð en ég hef ekki fylgst mikið með hvert gengi þeirra er.  Endurskipulagning GM og Chrysler kostaði gífurlegt fjármagn og tug þúsunda störf töpuðust hjá öllum Bandarísku framleiðendunum.  GM er aðeins svipur hjá sjón eftir þetta, en Ford kemur sennilega til með að koma sterkt út úr þessu á næstu árum.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.6.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Var ekki einhver sem fékk hundrað og eitthvað ára dóm í Bandaríkjunum fyrir svona fjármála sukk... það minnir mig að hafi komið í fréttum fyrir nokkru síðan.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.6.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband