12.7.2010 | 02:03
Ekki öfundsverður!
Howard Webb stóð sig vel á HM og var vel að því kominn að fá að dæma úrslitaleikinn.
Hollendingar léku mjög fast allt mótið og virtust markvisst yfirtækla andstæðinga sína, þ.e. stíga á ökla og ristar. Einkum var með ólíkindum hvað "tengdasonurinn" van Bommel komst upp með þennan leik. Hins vegar féllu Hollendingar með miklum tilþrifum og grétu þjóða mest ef við þeim var stuggað. Liðið komst upp með að leika stífan varnarleik og sækja á fjórum snillingum og voru eina taplausa liðið þegar kom að úrslitaleiknum.
Dagskipunin var greinilega að verjast framarlega og brjóta miðjuspil Spánverja með því að spila mjög fast. Dómarinn ætlaði sér að ná tökum á leiknum með gulum spjöldum snemma leiks en lenti í ógöngum þegar leikmenn héldu áfram. Rauða spjaldið á Heitiga kom kannski ekki fyrir grófasta brotið, snilldarlega fiskað af Iniesta, en Hollendingar voru búnir að safna rækilega fyrir því.
Webb ætlaði sér greinilega ekki að verða minnst fyrir vafasamar vítaspyrnur eða rauð spjöld. Hann var ekki fullkominn en komst heilt yfir mjög vel út úr afar erfiðum leik.
Dómarinn setti spjaldamet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.