Þyrfti Björk að stofna skúffufyrirtæki?

Það er svo sem ekki fallegt að skensa Björk - sem er bæði frábær tónlistarmaður og vel meinandi einstaklingur - en ég stenst ekki mátið:

Samkvæmt slúðri síðustu ára hefur sá auður sem Björk hefur safnað á farsælum tónlistarferli farið í eignarhaldsfélag í einhverri skattaparadís svo hún þurfi ekki að borga himinháa tekjuskatta á Íslandi.  Þess vegna birtist nafn hennar aldrei á lista yfir tekjuhæstu einstaklingana á Íslandi.

Ef Björk ætti að kaupa hlut í HS orku þyrfti hún að gera það með kennitölu innan EES, þ.e. stofna skúffufyrirtæki í Svíðþjóð, Lúxemburg eða jafnvel á Íslandi, ef hún fengi 70% kúlulán hér á landi.

En eins og Björk segir sjálf þú vill hún ekki kaupa því hún telur fyrirtækið eigi að vera eign fólksins í landinu.

Björk segist vera á móti einkavæðingu - en hún er nokkrum árum of sein með þær ábendingar.

Það virðist stundum gleymast í umræðunni að HS orka er nú fyrir í eigu Geysis Green Energy og Magma Energy.  Það er tæplega raunhæft að GGE og ME séu tilbúin til að "gefa þjóðinni HS orku".  Er þjóðin tilbúin til að kaupa þá hluti fyrir tugi milljarða úr skuldum vöfnum ríkissjóði (væntanlega til að sameina Landsvirkjun eða Rarik)?  Steingrímur J. Sigfússon er það ekki - hann fékk árs frest en kaus að aðhafast ekkert.


mbl.is Býður Björk hlut í Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband