og Íslendingar eiga í norskri olíuvinnslu

Órólega deildin í VG sem kúgar ríkisstjórnina hvað eftir annað um þessar mundir hefur mikinn samhljóm með vinstri sinnuðum leiðtogum í Mið- og Suður Ameríku.

Það að "vinda ofan af einkavæðingu" er í raun að þjóðnýta eignir einstaklinga, líkt og Kastró, Hugo Chaves, Evo Morales og fleiri hafa talað fyrir.

En VG reyna gjarnan að villa fyrir um uppruna hugmyndafræðinnar með því að vísa til Noregs.

Olíuvinnsla er Norðmönnum jafnvel mikilvægari en jarðhitanýting okkur Íslendingum.  Norska ríkið á olíuauðlindirnar í norskri lögsögu en leigir olíuvinnslufyrirtækjum nýtingarréttinn til áratuga.

Hverjir eiga norsku olíuvinnslufyrirtækin?  Statoil er stærst og þótt norska ríkið eigi rúmlega helmingshlut er það skráð á hlutabréfamarkað og rekið eins og almenningshlutafélag.  Önnur olíuvinnslufélög eru alþjóðlega, s.s. Shell, BP, Total, Chevron o.s.frv.

Á góðærisárunum fjárfestu bæði íslensku fjarfestingafélögin Atorka og Norvík í norskum olíuvinnslufyrirtækjum.

Norðmenn sjá marga kosti við að fá alþjóðleg fyrirtæki að olíuvinnslu - þekkingu, fjármögnun, áhættustjórnun - ólíkt VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband