19.4.2009 | 12:22
Ekki eyða meiri skattpeningum í gamla kofa!
Ég vona að á farið verði betur með skattpeningana mína en svo að þeim verði varið í að kaupa gömul hús af erlendum bönkum, sérstaklega nú, þegar allir borgarbúar hafa verið að upplifa 20-40% kaupmáttarskerðingu og hátt í 20% borgarbúa eru án atvinnu. Borgin hefur enga þörf fyrir fleiri fermetra í dag!
Það er ólíklegt að fjárfestar, líklega erlendir bankar, sem hafa nýlega tapað tugum eða hundruðum milljarða á viðskiptum við Íslendinga séu í skapi til að gefa Reykjavíkurborg þessar lóðir og byggingar.
Ég er viss um að hinir réttu eigendur Fríkirkjuvegs 11 og annarra gamalla húsa, hverjir sem þeir eru, munu fara vel með eignirnar til að hámarka verðmæti sitt. Ólafur F. ætti því að geta sofið rólegur.
Vill að Reykjavík eignist lóðir í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.