30.4.2009 | 11:00
Staða Landsvirkjunar - góð eða slæm?
Nokkuð hefur verið rætt um Landsvirkjun að undanförnu, bæði fjárhagsstöðu, möguleika á að byggja virkjanir og loks umræðan endalausa um leynd á raforkuverði. Í kjölfarið setti í niður nokkrar hugleiðingar.
Landsvirkjun er ekki stofnun á fjárlögum heldur ohf-fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sem samkvæmt lögum á að starfa á samkeppnismarkaði, líkt og StatoilHydro í Noregi, Vattenfall í Svíþjóð, Air France í Frakklandi, Enel á Ítalíu og svo mætti mjög lengi telja. Hér á Íslandi skal Landsvirkjun vera í samkeppni við Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Rarik og önnur smærri fyrirtæki sem framleiða raforku og selja í heildsölu.
Þó svo að fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar er ekki öll þjóðin í stjórn, heldur skipar þjóðkjörinn fulltrúi, fjármálaráðherra, í stjórn fyrirtækisins í samræmi við stöðu stjórmálaflokka á þingi. Þannig virka fyrirtæki í opinberri eigu í vestrænum lýðræðisríkjum.
Helstu samkeppnislönd Íslands á sviði raforkusölu til stóriðju eru í Ameríku og bjóða raforku framleidda með vatnsorku á mjög sambærilegu verði á Íslandi.
Þessi lönd eru t.d. Kanada, sem býður mikla skattaafslætti, og Venezuela, Brasilia og fleiri ríki í Suður Ameríku sem bjóða upp á lágan launakostnað.
Laun í íslenskum álverum eru mikið hærri en í Ameríku en á móti bjóða Íslendingar annars vegar upp á vel menntað og þjálfað starfsfólk sem aftur leyfir hátæknilausnir í álverunum og hins vegar stöðugt stjórnmálaástand sem er gríðarlega mikilvægt þar sem íslensku orkufyrirtækin láta álfyrirtækin skrifa uppá 20-40 ára samninga til að lágmarka áhættu, nokkuð sem þekkist varla í stærri ríkjum erlendis.
Það er því ljóst að stór iðnfyrirtæki horfa ekki eingöngu til raforkuverðsins þegar kemur að því að fjárfesta í verksmiðjum.
Varðandi álverð er rétt að líta til þess að heimsmarkaðsverð er á svipuðu róli nú og það var þegar skrifað var undir samningi við Fjarðaál, en á móti kemur að USD er mikið sterkari þannig að líklega eru álverin enn að greiða jafn hátt, eða jafnvel hærra raforkuverð en smærri notendur á Íslandi, ólíkt því sem margir virðast vilja trúa!
Eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast frá því að framkvæmdir við Kárahnjúka hófust, var um síðust áramót um 1,4 milljarður USD, sem á núgildandi gengi er um 180 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall var 29,8%, laust fé til að standa undir rekstri og fjármögnum í 1,5 ár og eignirnar eftirsóttar á alþjóðamörkuðum. Líkast til er því Landsvirkjun stærsta og stönduguasta fyrirtæki Íslands í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.