Sameinast Reykjavík!

Er ekki kominn tími á að sameina öll úthverfi höfuðborgarsvæðisins undir nafni Reykjavíkur?

Er ekki komið nóg af sandkassaleik í nokkrum af úthverfunum Höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Álftanesi, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Garðabæ

Beinir hagræðingarmöguleikarnir eru augljósir:

- 1 borgarstjóri í stað 7

- 15 borgarfulltrúar í stað hátt í 100

- 1 strætisvagnafyrirtæki sem annaðist allt svæðið

og svo mætti lengi telja...

En stóra hagræðingin er e.t.v. óbein:

- 1 borgarskipulag!

Það má jafnvel færa rök fyrir því að barnaleg samkeppni þessara sveitarfélaga um framboð á nýbyggingalóðum eigi umtalsverðan þátt í að koma okkur Íslendingum í þá skelfilegu skuldastöðu sem við erum í nú.  Öll þessara sveitarfélaga sitja uppi með tilbúin byggingalönd, samtals upp á tugi eða jafnvel hundruði milljarða sem standa ó- eða hálfbyggð.  Af hverju var ekki hægt að samræma skipulagsvinnu og skammta hæfilegt magn byggingalóða inn á markaðinn í stað þess að yfirfylla?

Af hverju þurftu Orkuveita Reykjavíkur og Hafnafjarðarbær að bítast um hlut í Hitaveitu Suðurnesja þannig að á endanum sitja báðir aðilar uppi með milljarða tap af allt of hátt metnum hlut?

Af hverju þurfa 6 úthverfi á höfuðborgarsvæðinu sem öll eru fámennari en bæði Grafarvogur og Breiðholt, hvert að hafa sérstakt stjórnsýslubattarí???


mbl.is Væringar í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Akkúrat - eitt höfuðborgarsvæði, kannski með einhverjar "hverfanefndir". Hellings sparnaður og markvissari stjórnun.

Ég á ekki orð að maðurinn ætli að koma aftur í bæjarstjórn Álftaness !!

Sigrún Óskars, 28.7.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband