Sameinast Reykjavík!

Löngu orðið tímabært að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.  Með því móti næðist fram mikil hagræðing, faglegri stjórnun, auðveldari fjármögnum og vonandi heilsteyptara borgarskipulag.  Hin harða samkeppni milli þessara sveitarfélaga undanfarin 10 ár hefur steypt þeim í fjárhagslega erfiðleika og minnst eitt draugahverfi í hverju þeirra.  Í Nýja Íslandi er ekki hægt að horfa uppá þetta lengur!
mbl.is Álftanes fær frest til janúarloka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Já en, gallinn er að það kemur ekkert að viti frá Ráðhúsinu í Reykjavík, þar nær hugsunin ekki út fyrir 101

Sturla Snorrason, 15.12.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Innilega sammála, þetta er búið að kosta okkur íbúa höfuðborgarsvæðisins gífurlegar fjárhæðir,( sjá blogg mitt frá í sumar ) sérstaklega hvað varðar kostnað við lóðaofframboð eins og þú nefndir. Það þarf að taka á því hvaða hverfi skulu kláruð og hver ekki og það er varla hægt nema með sameiningu.Skoðanakönnun sýndi að stærstur hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 70 % vill sameiningu. Kannski er lag að stofna sameiningarflokk fyrir næstu sveitarstjórnakosningar!

Sigurður Ingólfsson, 15.12.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Bjarni Pálsson

Get alveg fallist á að borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa einblítt um of á 101.  Það breytir hins vegar engu um þá skoðun mína að sameinuð höfuðborg með hverfaráðum sé rétta leiðin framundan fyrir framtíð höfuðborgarsvæðisins.  Við erum allt of lengi búin að horfa upp á óhagkvæmar aðgerðir á svæðinu.  Fyrir utan lóðaruglið mætti nefna strætissvagnakerfið, keppni um stærstu sundlaugina, keppni um bestu stórskipahöfnina, fokdýra baráttu Reykvíkinga (OR) og Hafnfirðinga um hlut í Hitaveitu Suðurnesja, fráveitumálin í iðnaðarhverfi Garðabæjar, uppbyggingu 3 "outlet-verslana" hverfa á sama tíma og svo mætti lengi telja.

Á árinu hafa verið alvarleg vandræði í stjórnsýslu Álftaness (gjaldþrota), Hafnarfjarðar (illa settir), Kópavogs (lífeyrissjóðsmálin), Reykjavíkur (t.d. fjárhagsstaða OR) og bara tímaspursmál hvenær málefni þess sveitarfélags sem á flest hálfbyggðu húsin, Mosfellsbæjar, komast á forsíðurnar.

Kannski er sameiningarflokkur sem byði fram í öllum sveitarfélögunum málið?

Bjarni Pálsson, 16.12.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband