Gjörsamlega búið að rugla almenning í ríminu!

Auðvitað vilja Íslendingar ekki bera ábyrgð ef hægt er að komast hjá því.  En er það raunhæft?

Málflutningur stjórnarandstöðunnar undanfarnar vikur hefur leitt til þess að stór hluti íslensku þjóðarinnar telur að hægt sé að komast hjá því að ábyrgjast nokkuð skapan hlut í tengslum við Icesave-málið.  Meirihluti þjóðarinnar telur sanngjarnt að öll áhættan lendi hjá Bretum og Hollendingum ef eignir Landsbankans standa ekki undir lágmarksskuldbindingum. Þessi ábyrgð sem Íslendingar vilja að liggi hjá Bretum og Hollendingum kemur ofan á það sem þessi lönd hafa þegar ákveðið að ábyrgjast, þ.e. mismuninn á lágmarkstryggingunni og því sem þau greiddu raunverulega út (í Bretlandi t.d. 50.000 pund á reikning, ca €57.000).

Ég yrði undrandi ef Bretar, Hollendindingar og yfir höfuð nokkur erlend þjóð féllist á að það væri sanngjörn krafa að Íslendingar ábyrgðust ekki neitt.

Þessi afstaða þjóðarinnar kemur fram þrátt fyrir að stjórn og stjórnarandstaða hafa sammælst um að reyna að freista þess að fá Breta og Hollendinga til að deila ábyrgðinni með Íslendingum.  Þessir aðilar hafa sammælst um að bjóða að Íslendingar tryggi a.m.k. höfuðstól lágmarksskuldbindingarinnar (þ.e. €21.500) per reikning, sem Bretar og Hollendingar hafa þegar lagt fram, og reyna að reyna að semja við Breta og Hollendinga um sanngjarna vexti, um "syndaaflausn" ef efnahagur þjóðarinnar skyldi hrynja á næstu árum og að hægt verði að skjóta ágreiningi til dómstóla ef upp kemur.

Bæði stjórn, stjórnarandstaða - og ekki síst fjölmiðlar - bera ábyrgð á því að kynning á málinu er svo óljós og villandi.


mbl.is 60% telja að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur gefst ekki upp þótt á móti blási

Flokka mig sem hægri jafnaðarmann og telst seint til stuðningsmanna Steingríms í pólitík.  Dáist hins vegar af þolgæði hans í þessu máli með jafn ólánssama samherja og sjálfsmiðlæga stjórnarandstöðu sem telur að á þessari ögurstundu þjóðarinnar sé rétti tíminn til að slá sér ódýrar pólitískar keilur.

Staðan sem upp er komin er náttúrulega stórfurðuleg:

- Með Icesavelögum nr. 1, sem Alþingi samþykkti og forsetinn staðfesti síðsumars, var sú stefna ákvörðuð að samþykkja að ríkissjóður ábyrgist lán Breta og Hollendinga til tryggingasjóðs innistæðueigenda, fyrir lágmarksupphæðinni, EUR 21.500 á hvern reikning.

- Deilan snýst hins vegar um vexti og skilmála, þ.m.t. hvað gerist ef lánið verður ekki uppgreitt 2024, ef í ljós kemur að Íslendingum beri ekki lagaleg skilda til að greiða, ef Íslendingum tekst ekki að ná aftur upp hagvexti o.s.frv.

- Icesavelög nr. 2 voru send í þjóðaratkvæðagreiðslu af forseta Íslands.  Því ber að halda atkvæðagreiðsluna, hvort sem einhver tilgangur er lengur með henni eða ekki.  Kannski hefði mátt fresta kosningunum en Steingrímur og Jóhanna með klækindum hafa notað þær sem svipu á bresk og hollensk stjórnvöld til að halda þeim við samningaborðið. 

- Á borðinu eru vísbendingar um að betri lánskjör séu í boði, þökk sé ógninni af þjóðaratkvæðagreiðslu og möguleigum afleiðingum hennar á stjórmálastöðugleika í Grikklandi og víðar í Evrópu.  Því er einsýnt að hafna beri staðfestingu á Icesavelögum 2 í kosningum á morgun.  Þar sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lagði fram lagafrumvarði sem nú skal kjósa um en ekki er nokkur glóra í lengur að samþykkja, þar sem forsendur hafa breyst, er eðlilegt að þau sitji hjá. 

En þótt stjórnarandstaðan berji á Steingrími við þessar krefjandi aðstæður gefst hann ekki upp heldur vinnur áfram að því að ná fram betri samningi  fyrir þjóðina.

Ég vona að hann klári það mál sem fyrst og láti svo hægri flokkana um þá uppbyggingu þjóðfélagsins sem verður að fara að komast af stað.


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins einn raunhæfur kostur: S+D

VG er stjórnarandstöðuflokkur - ágætur sem slíkur - en algerlega vonlaus í ríkisstjórn.  Steingrímur hefur staðið sig prýðilega við erfiðar aðstæður, en er úrvinda eftir stöðugar skilmingar jafnt út á við sem inn á við.

Því miður voru niðurstöður síðustu alþingiskosninga á þann veg að aðeins eitt raunhæft stjórnarmynstur kom upp úr hattinum: Samfylking og Sjálfstæðisflokkur.

Fyrir þjóðina er að sjálfsögðu erfitt að kyngja því að taka upp sama stjórnarsamstarf og það sem stóð svo duglaust gagnvart hruninu mikla en við þurfum að sætta okkur við orðinn hlut, fyrirgefa og hefjast handa við að byggja samfélagið upp á nýjan leik.

Svo er bara að vona að næstu þingkosningar bjóði upp á aðra meira spennandi möguleika.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennilegt náttúruminjasafn í næstu uppsveiflu!

Er einn af þeim sem hefðu kosið almennilega aðstöðu fyrir náttúruminjar á kostnað glersins utan á tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu.

Það verður líklega að bíða næstu efnahagsbólu.

Þorvaldur Björnsson sýnir enn á ný að þar fer ein helsta almúgahetja Íslands.  Ítrekað réttur maður á réttum stað.  Ég verð illa svikinn ef hann fær ekki fljótlega fálkaorðu um hálsinn.  Hann er kannski ekki með doktorspróf í vasanum en framlag hans til uppstoppunar og uppstillingar á dýrum og beinagrindum er ómetanlegt eins og sést kannski best á Hvalasafninu á Húsavík.


mbl.is Leki í aðalgeymslum Náttúrufræðistofnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ICESAVE og málefni ING - stóra samhengið?

Örlitlar vangaveltur leikmanns:

Bretar sögðu nauðsynlegt að taka hart á ICESAVE málinu til að tryggja stöðugleika bankakerfisins í Evrópu, þ.e. að sannfæra innistæðueigendur um að innistæður á bankareikningum sem fari yfir landamæri séu eins vel tryggðar og innistæður á bankareikningum innan hvers lands.

Nú hefur komið fram að stærsti alþjóðlegi innlánareikningurinn sem er sambærilegur ICESAVE Landsbankans og er enn starfræktur í Bretlandi er í hinum hollenska banka ING.  ING tók m.a. yfir KAUPTHING EDGE reikningana í kjölfar hryðjuverkalagana og innistæður í Heritable Bank.  Ef óvissa blossaði upp um öryggi ING reikningana og áhlaup yrði gert á bankann gæti það orðið miklu stærra mál en ICESAVE - bæði fyrir hollensk og bresk yfirvöld.  Hollensk yfirvöld hafa lýst yfir að þau muni tryggja innistæður í ING bankanum þannig að réttaróvissa um ICESAVE er hollenskum fjármálastöðugleika stórhættuleg.

- Getur verið að þetta orsakasamhengi valdi hörðum viðbrögðum hollenskra yfirvalda?

BP


mbl.is Hollenskir bloggarar undrast hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinast Reykjavík!

Löngu orðið tímabært að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.  Með því móti næðist fram mikil hagræðing, faglegri stjórnun, auðveldari fjármögnum og vonandi heilsteyptara borgarskipulag.  Hin harða samkeppni milli þessara sveitarfélaga undanfarin 10 ár hefur steypt þeim í fjárhagslega erfiðleika og minnst eitt draugahverfi í hverju þeirra.  Í Nýja Íslandi er ekki hægt að horfa uppá þetta lengur!
mbl.is Álftanes fær frest til janúarloka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinast Reykjavík!

Er ekki kominn tími á að sameina öll úthverfi höfuðborgarsvæðisins undir nafni Reykjavíkur?

Er ekki komið nóg af sandkassaleik í nokkrum af úthverfunum Höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Álftanesi, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Garðabæ

Beinir hagræðingarmöguleikarnir eru augljósir:

- 1 borgarstjóri í stað 7

- 15 borgarfulltrúar í stað hátt í 100

- 1 strætisvagnafyrirtæki sem annaðist allt svæðið

og svo mætti lengi telja...

En stóra hagræðingin er e.t.v. óbein:

- 1 borgarskipulag!

Það má jafnvel færa rök fyrir því að barnaleg samkeppni þessara sveitarfélaga um framboð á nýbyggingalóðum eigi umtalsverðan þátt í að koma okkur Íslendingum í þá skelfilegu skuldastöðu sem við erum í nú.  Öll þessara sveitarfélaga sitja uppi með tilbúin byggingalönd, samtals upp á tugi eða jafnvel hundruði milljarða sem standa ó- eða hálfbyggð.  Af hverju var ekki hægt að samræma skipulagsvinnu og skammta hæfilegt magn byggingalóða inn á markaðinn í stað þess að yfirfylla?

Af hverju þurftu Orkuveita Reykjavíkur og Hafnafjarðarbær að bítast um hlut í Hitaveitu Suðurnesja þannig að á endanum sitja báðir aðilar uppi með milljarða tap af allt of hátt metnum hlut?

Af hverju þurfa 6 úthverfi á höfuðborgarsvæðinu sem öll eru fámennari en bæði Grafarvogur og Breiðholt, hvert að hafa sérstakt stjórnsýslubattarí???


mbl.is Væringar í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það ekki Framsóknarmenn sem einkavæddu bankana í fyrsta sinn?

Nú stendur til að einkavæða bankana í annað sinn á nokkrum árum.  Í fyrra skiptið var það gert í stórnartíð Framsóknarflokksins.  Er flokkurinn búinn að taka 180 gráðu beygju í stefnu sinni um eignarhald banka á Íslandi?
mbl.is Þingmenn framsóknar áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nennir einhver að setja sig inn í fjármál Landsvirkjunar?

Margir hafa bloggað um þessa frétt en fæstir virðast hafa gefið sér tíma til að setja sig inn í staðreyndir um bókhald Landsvirkjunar, svo sem hvernig upptaka alþjóðlegra reikningsskilastaðla leiddi til þess að á árinu 2007 var bókfærður tugmilljarða hagnaður af álafleiðusamningum en árið 2008 varð aftur tugmilljarða tap af sömu samningum.

Bæði árin skilaði rekstur hins vegar 8-10 milljarða hagnaði eftir rekstur og afborganir af lánum.

Þeim sem nenna að setja inn á málin er bent á greingargóða úttekt Stefáns Svavarssonar, prófersors í endurskoðun við H.R. sem hann birti í Morgunblaðinu 16. apríl s.l.  Hana er m.a. hægt að finna á fréttavef Landsvirkjunar:

http://www.landsvirkjun.is/article.asp?catID=487&ArtId=1391 

 

 


mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða Landsvirkjunar - góð eða slæm?

Nokkuð hefur verið rætt um Landsvirkjun að undanförnu, bæði fjárhagsstöðu, möguleika á að byggja virkjanir og loks umræðan endalausa um leynd á raforkuverði.   Í kjölfarið setti í niður nokkrar hugleiðingar.

Landsvirkjun er ekki stofnun á fjárlögum heldur ohf-fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sem samkvæmt lögum á að starfa á samkeppnismarkaði, líkt og StatoilHydro í Noregi, Vattenfall í Svíþjóð, Air France í Frakklandi, Enel á Ítalíu og svo mætti mjög lengi telja.  Hér á Íslandi skal Landsvirkjun vera í samkeppni við Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Rarik og önnur smærri fyrirtæki sem framleiða raforku og selja í heildsölu. 

Þó svo að fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar er ekki öll þjóðin í stjórn, heldur skipar þjóðkjörinn fulltrúi, fjármálaráðherra, í stjórn fyrirtækisins í samræmi við stöðu stjórmálaflokka á þingi.  Þannig virka fyrirtæki í opinberri eigu í vestrænum lýðræðisríkjum.

Helstu samkeppnislönd Íslands á sviði raforkusölu til stóriðju eru í Ameríku og bjóða raforku framleidda með vatnsorku á mjög sambærilegu verði á Íslandi. 

Þessi lönd eru t.d. Kanada, sem býður mikla skattaafslætti, og Venezuela, Brasilia og fleiri ríki í Suður Ameríku sem bjóða upp á lágan launakostnað. 

Laun í íslenskum álverum eru mikið hærri en í Ameríku en á móti bjóða Íslendingar annars vegar upp á vel menntað og þjálfað starfsfólk sem aftur leyfir hátæknilausnir í álverunum og hins vegar stöðugt stjórnmálaástand sem er gríðarlega mikilvægt þar sem íslensku orkufyrirtækin láta álfyrirtækin skrifa uppá 20-40 ára samninga til að lágmarka áhættu, nokkuð sem þekkist varla í stærri ríkjum erlendis.

Það er því ljóst að stór iðnfyrirtæki horfa ekki eingöngu til raforkuverðsins þegar kemur að því að fjárfesta í verksmiðjum.

Varðandi álverð er rétt að líta til þess að heimsmarkaðsverð er á svipuðu róli nú og það var þegar skrifað var undir samningi við Fjarðaál, en á móti kemur að USD er mikið sterkari þannig að líklega eru álverin enn að greiða jafn hátt, eða jafnvel hærra raforkuverð en smærri notendur á Íslandi, ólíkt því sem margir virðast vilja trúa!

Eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast frá því að framkvæmdir við Kárahnjúka hófust, var um síðust áramót um 1,4 milljarður USD, sem á núgildandi gengi er um 180 milljarðar króna.  Eiginfjárhlutfall var 29,8%, laust fé til að standa undir rekstri og fjármögnum í 1,5 ár og eignirnar eftirsóttar á alþjóðamörkuðum.  Líkast til er því Landsvirkjun stærsta og stönduguasta fyrirtæki Íslands í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband