8.1.2010 | 11:28
ICESAVE og málefni ING - stóra samhengið?
Örlitlar vangaveltur leikmanns:
Bretar sögðu nauðsynlegt að taka hart á ICESAVE málinu til að tryggja stöðugleika bankakerfisins í Evrópu, þ.e. að sannfæra innistæðueigendur um að innistæður á bankareikningum sem fari yfir landamæri séu eins vel tryggðar og innistæður á bankareikningum innan hvers lands.
Nú hefur komið fram að stærsti alþjóðlegi innlánareikningurinn sem er sambærilegur ICESAVE Landsbankans og er enn starfræktur í Bretlandi er í hinum hollenska banka ING. ING tók m.a. yfir KAUPTHING EDGE reikningana í kjölfar hryðjuverkalagana og innistæður í Heritable Bank. Ef óvissa blossaði upp um öryggi ING reikningana og áhlaup yrði gert á bankann gæti það orðið miklu stærra mál en ICESAVE - bæði fyrir hollensk og bresk yfirvöld. Hollensk yfirvöld hafa lýst yfir að þau muni tryggja innistæður í ING bankanum þannig að réttaróvissa um ICESAVE er hollenskum fjármálastöðugleika stórhættuleg.
- Getur verið að þetta orsakasamhengi valdi hörðum viðbrögðum hollenskra yfirvalda?
BP
Hollenskir bloggarar undrast hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.