Almennilegt náttúruminjasafn í næstu uppsveiflu!

Er einn af þeim sem hefðu kosið almennilega aðstöðu fyrir náttúruminjar á kostnað glersins utan á tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu.

Það verður líklega að bíða næstu efnahagsbólu.

Þorvaldur Björnsson sýnir enn á ný að þar fer ein helsta almúgahetja Íslands.  Ítrekað réttur maður á réttum stað.  Ég verð illa svikinn ef hann fær ekki fljótlega fálkaorðu um hálsinn.  Hann er kannski ekki með doktorspróf í vasanum en framlag hans til uppstoppunar og uppstillingar á dýrum og beinagrindum er ómetanlegt eins og sést kannski best á Hvalasafninu á Húsavík.


mbl.is Leki í aðalgeymslum Náttúrufræðistofnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband