Aðeins einn raunhæfur kostur: S+D

VG er stjórnarandstöðuflokkur - ágætur sem slíkur - en algerlega vonlaus í ríkisstjórn.  Steingrímur hefur staðið sig prýðilega við erfiðar aðstæður, en er úrvinda eftir stöðugar skilmingar jafnt út á við sem inn á við.

Því miður voru niðurstöður síðustu alþingiskosninga á þann veg að aðeins eitt raunhæft stjórnarmynstur kom upp úr hattinum: Samfylking og Sjálfstæðisflokkur.

Fyrir þjóðina er að sjálfsögðu erfitt að kyngja því að taka upp sama stjórnarsamstarf og það sem stóð svo duglaust gagnvart hruninu mikla en við þurfum að sætta okkur við orðinn hlut, fyrirgefa og hefjast handa við að byggja samfélagið upp á nýjan leik.

Svo er bara að vona að næstu þingkosningar bjóði upp á aðra meira spennandi möguleika.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Það þjónar engum tilgangi að hafa Samfylkingu í ríkisstjórn.

Þeir eru duglausir og koma allri ábyrgð yfir á samstarfsmenn sína. Hortugheit þeirra og aumingjaskap er sennilega hvergi meiri að finna í samfélagi okkar, og væri það einungis með illu gert að láta S og D taka saman ríkistjórn eitthverntíman aftur.

Haraldur Pálsson, 8.2.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband