8.3.2010 | 14:44
Gjörsamlega búið að rugla almenning í ríminu!
Auðvitað vilja Íslendingar ekki bera ábyrgð ef hægt er að komast hjá því. En er það raunhæft?
Málflutningur stjórnarandstöðunnar undanfarnar vikur hefur leitt til þess að stór hluti íslensku þjóðarinnar telur að hægt sé að komast hjá því að ábyrgjast nokkuð skapan hlut í tengslum við Icesave-málið. Meirihluti þjóðarinnar telur sanngjarnt að öll áhættan lendi hjá Bretum og Hollendingum ef eignir Landsbankans standa ekki undir lágmarksskuldbindingum. Þessi ábyrgð sem Íslendingar vilja að liggi hjá Bretum og Hollendingum kemur ofan á það sem þessi lönd hafa þegar ákveðið að ábyrgjast, þ.e. mismuninn á lágmarkstryggingunni og því sem þau greiddu raunverulega út (í Bretlandi t.d. 50.000 pund á reikning, ca 57.000).
Ég yrði undrandi ef Bretar, Hollendindingar og yfir höfuð nokkur erlend þjóð féllist á að það væri sanngjörn krafa að Íslendingar ábyrgðust ekki neitt.
Þessi afstaða þjóðarinnar kemur fram þrátt fyrir að stjórn og stjórnarandstaða hafa sammælst um að reyna að freista þess að fá Breta og Hollendinga til að deila ábyrgðinni með Íslendingum. Þessir aðilar hafa sammælst um að bjóða að Íslendingar tryggi a.m.k. höfuðstól lágmarksskuldbindingarinnar (þ.e. 21.500) per reikning, sem Bretar og Hollendingar hafa þegar lagt fram, og reyna að reyna að semja við Breta og Hollendinga um sanngjarna vexti, um "syndaaflausn" ef efnahagur þjóðarinnar skyldi hrynja á næstu árum og að hægt verði að skjóta ágreiningi til dómstóla ef upp kemur.
Bæði stjórn, stjórnarandstaða - og ekki síst fjölmiðlar - bera ábyrgð á því að kynning á málinu er svo óljós og villandi.
60% telja að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast greiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Athugasemdir
60 % já, en Steingrímur og Jóhanna ætla að láta okkur borga hvað sem tautar og raular. VIÐ ERUM GÍSLAR ÞEIRRA ÞAR TIL VIÐ BRJÓTUMST ÚT.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.