Hvað með rammaáætlun?

Í dag hefst kynning á niðurstöðum 6 ára vinnu 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði.

Sjá frumniðurstöður á vefnum: www.rammaaaetlun.is

Gjástykki er þar tekið fyrir ásamt öðrum mögulegum orkuvinnslukostum á Íslandi.

Í framhaldi af niðurstöðu rammaáætlunar stendur til að festa í lög hvernig orkuvinnslusvæðum skuli raðað í verndar- og nýtingarflokka.  Því er einkennilegt að umhverfisráðherra stökkvi til og óski eftir sérstakri friðlýsingu eins svæðis - eins og til að grafa undan vinnu rammaáætlunar strax á fyrsta degi.

Eru þetta þau faglegu og lýðræðislegu vinnubrögð sem Vg hefur lofað kjósendum sínum?


mbl.is Friðlýsing Gjástykkis undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó þessi tillaga liggur fyrir þá er ekki þar með sagt að þetta sé ákveðið.

Er Gjástykki annars ekki merkilegt náttúrufyrirbrigði sem sjálfsagt er að skoða betur með möguleika til ferðaþjónustu að leiðarljósi?

Nú eru álbræðslur víða að draga saman seglin og ef endurvinnsla á álumbúðum hefst fyrir alvöru í BNA þá eru álver í N-Evrópu dauðadæmd, - líka á Íslandi.

Fyrir nokkrum vikum lokaði Alkóa tveim álbræðslum sínum á Ítalíu. Hvenær kemur að okkur?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Bjarni Pálsson

Sæll Mosi

Ég þekki Gjástykki betur en margir en hef aðeins einu sinni rikist ferðamenn þar og er það synd.  Vissulega er það áhugavert svæði að skoða en virkjun myndi engu spilla þar um.

Flest öll möguleg orkunýtingarsvæði eru merkileg, hvert á sinn hátt.  Nýting gefur möguleika á sköpun arðs og lífsgæða sem þjóðin kallar eftir.  Því þarf að velja hvaða svæði skal nýta og hvaða svæðið skula haldast óröskuð.

Stjórnvöld ákváðu að þessi forgangsröðun skyldi fara fram með formlegu, gagnsæu og lýðrðislegu ferli sem kallast rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðvarma.  Niðurstöður voru kynntar í dag og það veit umhverfisráðherra mæta vel.

Svandís Svavarsdóttir kýs samt að kynna verndaráætlun fyrir Gjástykki þann sama dag.  Ég skil þá ákvörðun sem táknræna yfirlýsingu um að hún ætli að virða niðurstöður rammaáætlunar að vettugi og vernda öll þau svæði sem henni persónulega sýnist.

Á Ítalíu lokaði Alkóa tveimur álbræðslum þar sem aðrir aðilar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir raforkuna sem var í boði.  Vonandi kemur sú staða einhvern tíman upp hér á Íslandi. 

Allar líkur eru á að álframleiðsla aukist mikið á næstu árum og áratugum og endurvinnsla á áldósum í USA er aðeins dropi í það haf.

Kærar þakkir fyrir áhugaverð skoðanaskipti!

Kveðja, Bjanri

Bjarni Pálsson, 9.3.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband