Andlegt og líkamlegt Detox - Bókin 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

Lét loksins verða af því að lesa þessa bók, fyrr á þessu ári.  Hef hrifist af frísklegum stíl Hallgríms og barnslegum húmornum.  Óneitanlega svolítið svipaður stíll og gamli skólafélagi minn, Andri Snær Magnason.

Það eina sem ég get sett út á bókina er subbulegur klámkjafturinn sem gengur á köflum óþarflega langt.  Ætli Oddnýju hafi líka verið ofboðið???

En hugmyndin er sniðug, ekki síst hvernig hinn Króatíski leigumorðingi upplifir íslensk mannanöfn.  Lýsingin á samfélagi vinnumanna frá Eystrasaltinu annars vegar og samfélagi leiðtoga sértrúarsafnaða á Íslandi er einnig frábær.

Einn karakter vakti sérstaklega athygli mína, Torture (Þórður), leiðtogi sértrúarsafnaðar í stórri hvítri byggingu ofan við Smáralind.  Torture óhefðbundnum leiðum til að hreinsa hið illa úr leigumorðingjanum, Torture Thearapy (Þórðarþraut), blöndu af líkamlegum átökum og lestri biblíutexta.  Leigumorðinginn upplifir það sem "andlegt detox".

Mér fannst það því svolítið spaugilegt þegar konungur "andlega detoxins" og drottning hins "líkamlega detox" opinberuðu samband sitt fyrir skömmu - í raunheimum.  Það er eins og Hallgrímur hafi séð þetta fyrir - langfyrstur allra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband