Undarlegar aðdróttanir

Eitt mikilvægasta hlutverk iðnaðarráðuneytis er að efla iðnað og atvinnu í landinu, þ.m.t. að efla ferðamennsku og stýra nýtingu orkuauðlinda.  Í því felst jafnframt að kynna Ísland sem ákjósanlegan fjárfestingakost - fyrir Magma jafnt sem öðrum.

Iðnaðarráðuneytið getur ekki frekar en önnur ráðuneyti, lagt mat á hverjum þeir eiga að leiðbeina með fjárfestingar á Íslandi.  Annað hvort geta erlendir aðilar fjárfest á Íslandi eða ekki.  Það gengur ekki að eingöngu erlendir "vinir VG" fái að fjárfesta á Íslandi en ekki þeir sem VG uppnefna sem "erlent auðvald".

Í kjölfar bankahrunsins komst HS óbeint í eigu Íslandsbanka sem nú er um 90% í eigu óþekktra erlendra fjárfesta (kröfuhafa).  Ekki kom til greina að Íslandsbanki færi að eiga og reka HS og því óhjákvæmilegt að selja.  Fyrst Steingrímur Joð treysti sér ekki til að kaupa HS þegar það bauðst (t.d. með að sameina Landsvirkjun) var ekki um auðugan garð að grisja þegar kom að sölunni, einkum þar sem núverandi stjórnmáláaástand er ekki vinveitt fjárfestum yfir höfuð.  Ég hef ekki orðið var við annað en að Magma sé prýðilegur kostur í þeirri erfiðu stöðu.  Félagið er skráð á hlutabréfamarkaðinum í Toronto og eignarhaldið er nokkuð gagnsætt.  Stærsti eigandinn er forstjórinn og stofnandinn Ross Beaty með 45% hlut skv. heimasíðu Magma: www.magmaenergycorp.com.  Ákveðnir áhrifamenn innan VG, með Svandísi Svavarsdóttur í fararbroddi, viðrast hins vegar hafa horn í síðu Magma án þess að ástæður þess hafi komið skýrt fram.


mbl.is Leiðbeindu ekki eigendum um stofnun félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband