Sammála - Nýjan sjávarútvegsráðherra takk!

Alveg rétt mat hjá Jóni að samningaviðræður við EU séu ekki líklegar til að bera árangur - ekki með hann í brúnni.

Í þennan stól þarf nútímalega manneskju sem hefur alþjóðlegt sjálfstraust, trúir á sjálfan sig, verkefnið og framtíð Íslands.  Svo þarf að vera verulegur töggur í viðkomandi, hann/hún þarf að hafa kjark til að standa upp og tala fyrir sínum málstað þótt á móti blási.

Hvernig væri að fá Ragnheiði Ríkharðsdóttur í hlutverkið?


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur aldrei verið góð hugmynd að fá fólk í ráðherrastóla sem stýrast af engu öðru en eiginhagsmunum. Hugsjónafólk er þá skárri kosturinn.

Annars er þetta rétt athugað hjá Jóni að við fáum ekki undanþágu. Það er ólíklegt að ECJ færi sig frá fyrri fordæmum sínum um að óglida undanþágur sem stangast á við stofnsáttmála ESB. Undanþágan ef slík fengist myndi því ólíkelga standa fyrir réttinum.

Annars tel ég sem talskona frjálsra viðskipta að vera okkar í EFTA sé heilbrigðari og betri en innan ESB. Við höfum aðganga af töluvert betri og fleir fríverslunarsamningum innan EFTA og sem sjálfstæð þjóð en innan tollabandalags á borð við ESB.

Nútímalegt fólk sem hefur kjark eru þeir sem þora að standa á eigin fótum, sjálfstæð, fullvalda og frjáls. Við þurfum að skoða nýjar leiðir í gjaldeyrismálum t.d. hrávörufót og afnám lögeyris. Við þurfum að einfalda skattkerfið t.d. taka upp Fair Tax eða lágan flatan skatt. Við þurfum að skera niður opinberan rekstur um minnst 40 prósent, við þurfum að skilgreina eignarhald og eignarétt betur á auðlindum. Það hefur skilað sér besta að hafa auðlindir í eigu einkaaðila. Við þurfum að endurskoða stjórnskipunina, líta til þjóða eins og Bandaríkjanna, Frakklands og Sviss. Við þurfum að gera ýmislegt en eitt sem við þurfum ekki að gera er að stinga höfðinu inn í ESB.

Landið (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Við sjáum alveg svart á hvítu hvaða hug Brussel klíkan ber til okkar íslendinga,t.d. í sambandi við makrílinn,við meigum ekki veiða hann einhliða þó hann svamli í miljónum tonna allt í kringum landið,og éti allt sem að kjafti kemur. Það er morgun ljóst að við þurfum annan mann sem sjáfarútvegsráðherra,mann sem hefur heibrigða skinsemi og fer eftir þjóðarhag,og lætur ekki hagsmuna aðila valta yfir sig,hvorki innlenda eða útlenda.

Þórarinn Baldursson, 29.7.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband