3.10.2010 | 00:41
Enn ráðist á ungt menntað barnafólk!
Langskólagengið barnafólk á aldrinum 30-50 ára, t.t.l. nýlega komið út á vinnumarkaðinn er þjóðfélagshópur sem kemur mjög illa út úr kreppunni án þess að það komi oft fram í umræðunni. Þessi hópur kemur seint inn á vinnumarkaðinn en þiggur í staðin hærri tekjur. Í krafti væntinga um góðar tekjur fjárfesti þessi hópur í húsnæði og bílum á lánum.
- Lækkun á fasteignaverði og hækkun fasteignalána hefur þurrkað upp allan sparnað sem fólk hafði safnað í útborgun og jafn vel gott betur. Tekjuháar fjölskyldur með skuldir langt umfram eignir fær enga skuldaleiðréttingu heldur mun þurfa að berjast við háar afborganir það sem eftir er af starfsæfinni.
- Veik króna og hækkaður virðisaukaskattur kemur hart niður á barnafjölskyldum sem þurfa að reiða sig á innfluttar bleyjur, barnamat, barnaföt og skólavörur.
- Hækkun á tekjusköttum bitnar harðast á hátekju-launafólki.
- Aftenging fæðingarorlofsgreiðslna gerir skuldsettum menntuðum hjónum erfitt að eignast börn.
- Aukin tekjutenging bóta, svo sem vaxtabóta og barnabóta, bitnar harðast á hálaunuðu menntafólki sem vinnur baki brotnu til að eiga fyrir ört hækkandi reikningum.
- Hækkun gjalda á ökuteæki og eldsneyti kemur harðast niður á barnafólki sem þarf á stærri ökutækjum að halda.
Stjórnvöld lögðu um 100-200 milljarða króna til að verja sparnað miðaldra og fullorðinna Íslendinga í peningamarkaðssjóðum en þegar húsnæðis- og bílalán barnafjölskylda hækkuð var lítið gert. Þegar dómur féll um ólögmæti gengistryggðra lána - sem flest voru í eigu barnafjölskyldna á aldrinum 30-50 ára - var alltí einu orðið "réttlætismál" að tryggja að þessi hópur greiddi extra háa vexti í staðin svo bankakerfið tapaði ekki.
Svona fara núverandi (miðaldra) stjórnvöld með komandi kynslóðir!
Fæðingarorlof skert á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:05 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill hjá þér. Hverju orði sannara!!!
Hjörtur Örn Arnarson, 3.10.2010 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.