Al Thani-málið hefur lengi legið ljóst fyrir ...

Það hefur í stórum dráttum legið fyrir frá því haustið 2008 að stjórnendur Kaupþings hafi lánað stórum viðskiptavinum í gegnum alls kyns leppa og dulur, háar fjárhæðir til að halda skuldatryggingarálagi niðri og gengi hlutabréfa uppi.  Þetta mál hefur verið kallað Al Thani-málið, en í ljós hefur komið að það nær til mikil fleiri aðila.

Bæði Sigurður Einarsson og Hreiðar Már greindu hispuslaust frá þessu fljótlega eftir hrun bankanna og töldu sig hafa gert rétt til að verja bankann löglegum en óheiðarlegum árásum vogunarsjóða.

Frá þeim tíma hefur verið rætt um ólöglega markaðsmisnotkun og því aðeins tímaspursmál hvenær látið yrði reyna á það.

Hins vegar verður að teljast ólíklegt að gæsluvarðhald nú yfir Hreiðari Má og Magnúsi skýrist eingöngu af Al Thani málinu.  Eina skýringin fyrir gæsluvarðhaldsdómi svo löngu síðar hlýtur að byggjast á því að þeir hafi verið staðnir að því að segja ósatt um veigamikil atriði önnur en markaðsmisnotkunina.  Í fréttatilkynningu sérstaks saksóknarar er gefin vísbending um það:

"Til rannsóknar eru m.a. grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga,  brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks brot gegn hlutafélagalögum."


mbl.is Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt í frummanninn í Íslendingum

Í kjölfar bankahrunsins fór af stað mikil umræða um brostið siðferði í banka- og viðskiptalífinu.  Almenningur er reiður og vill skýringar, sumir jafnvel hefnd.  En fólk veit ekki hvert það á að beina reiðinni.

Rannsóknanefnd alþingis um orsakir bankahrunsins var sett á laggirnar til að fletta ofan af því og sérstökum hópi fagmanna var falið að greina mögulega siðferðisbresti.  En fjölmiðlar og almenningur hafa einnig keppst við að fjalla um siðferði og mögulega siðferðisbresti.  Þá er ekki alltaf jafn faglega unnið.

En nú er farið að bera á nýju og annars konar siðferði hér á landi sem ekki er betra.  Bæði almenningur og oft fjölmiðlar mistúlka, oftúlka og brengla frásagnir af staðreyndum til reyna að finna sökudólga hrunsins.  Víða ber á ofsóknum. 

Ég held að almenningur á Íslandi þurfi að rifja upp frásagnir af gyðingaofsóknum, nornaveiðum og jafnvel rifja upp boðskap biblíu og kirkju um almennt um kristilegt siðferði áður en áfram er haldið á þeirri braut sem þjóðir er að komast hættulega nálægt.


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlegt og líkamlegt Detox - Bókin 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp

Lét loksins verða af því að lesa þessa bók, fyrr á þessu ári.  Hef hrifist af frísklegum stíl Hallgríms og barnslegum húmornum.  Óneitanlega svolítið svipaður stíll og gamli skólafélagi minn, Andri Snær Magnason.

Það eina sem ég get sett út á bókina er subbulegur klámkjafturinn sem gengur á köflum óþarflega langt.  Ætli Oddnýju hafi líka verið ofboðið???

En hugmyndin er sniðug, ekki síst hvernig hinn Króatíski leigumorðingi upplifir íslensk mannanöfn.  Lýsingin á samfélagi vinnumanna frá Eystrasaltinu annars vegar og samfélagi leiðtoga sértrúarsafnaða á Íslandi er einnig frábær.

Einn karakter vakti sérstaklega athygli mína, Torture (Þórður), leiðtogi sértrúarsafnaðar í stórri hvítri byggingu ofan við Smáralind.  Torture óhefðbundnum leiðum til að hreinsa hið illa úr leigumorðingjanum, Torture Thearapy (Þórðarþraut), blöndu af líkamlegum átökum og lestri biblíutexta.  Leigumorðinginn upplifir það sem "andlegt detox".

Mér fannst það því svolítið spaugilegt þegar konungur "andlega detoxins" og drottning hins "líkamlega detox" opinberuðu samband sitt fyrir skömmu - í raunheimum.  Það er eins og Hallgrímur hafi séð þetta fyrir - langfyrstur allra!


Kvikmyndin Jóhannes

Fékk hana lánaða og horfði á í gærkveldi.  Fannst hún bara bráðsmellin og börnin skemmtu sér stórvel.  Myndin er náttúrulega mjög stutt 1:15 klst en þá algerlega laus við að vera langdregin.  Laddi fæddur í hlutverkið.

Af hverju fékk þessi mynd ekki meiri athygli?


13. ráðherrann hættur!

Menn hafa stundum gantast með að Indriði hafi verið 13. ráðherrann, slík hafi völd hans og áhrif verið úr sæti aðstoðarmanns Steingríms.  Spurning hvort einhverra áherslubreytinga sé að vænta?

Huginn Freyr kom ágætlega fyrir í Kastljósi fyrr í vetur og vonandi verða þessi skipti landsstjórninni til gæfu.

Eitt hans fyrsta stóra verk verður væntanlega að halda utan um samninganefnd Íslands í nýjum viðræðum við Hollendinga og Breta.  Í því ljósi er umhugsunarvert hvort það hefði verið heppilegra að finna manneskju sem ekki hafi verið jafn innviklaður í upphaflegu IceSave samningana.


mbl.is Huginn tekur við af Indriða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórvarasamt - Einangrunargildi hraunkvikunnar blekkir!

Nýstorknuð hraunkvika er geysilega góður hitaeinangrari.  Þetta er vel þekkt og er steinull t.d. búin til með því að bræða upp basaltberg við um 1200°C og kæla með því að blása lofti.

Þegar ískaldur vindur leikur um bráðinn hraunstraum myndast því "náttúrulegt steinullarlag" efst sem er ekki heitara en svo að hægt er að ganga á því.  Þessi "skurn" getur verið örfáir cm en hún einangrar seigfljótandi 800-1000°C heita hraunkvikuna undir svo hún kólnar mikið hægar.

Skurnin getur hæglega brotnað, ekki síst ef menn leika sér að því að láta hana dúa, og þá er viðkomandi í slæmum málum!


mbl.is Fólk gengur á dúandi hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ráðherrann hæfur eða vanhæfur?

Nú eru breyttir tímar.  Fyrir rúmu ári var Álfheiður Ingadóttir talin vera einn af arkitektum búsáhaldabyltingarinnar þar sem hrópað var "vanhæf ríkisstjórn!".  Nú er hún komin í ráðherrastól og farin að gefa gerræðislegar tilskipanir hægri, vinstri.

Einhvern vegin kemur þessi uppákoma ekki á óvart en hún hefur oft hlaupið á sig með stóryrtum yfirlýsingum og brugðist harkalega við ef reynt er að rökræða við hana.

Auðvitað er Steingrímur Ari, þrautreyndur trúnaðarmaður í Sjálfstæðisflokknum, ekki að gera henni lífið létt.  Með því að leita til ríkisendurskoðunar og opinbera samskipti þeirra á milli varpar hann ljósi á illa grundaða geðþóttaákvörðun og skort á hæfni heilbrigðisráðherra til að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu.  Fyrirskipun um að niðurgreiða tannlækningar er vinsæl ákvörðun.  En það er ábyrgðarlaust að upplýsa ekki hvaðan fjármagnið til þess á að koma.

Spurningin vaknar, er Álfheiður Ingadóttir hæf sem ráðherra eða vanhæf?


mbl.is Ráðherra ætlar að áminna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlamenn verða líka að taka tillit til almannavarna!

Fjölmiðlamenn verða einnig að taka tillit til almannavarna.  Það er ekki einfalt mál að rýma svæðið, þ.e. skipa staðkunnugum heimamönnum að yfirgefa heimili, skepnur og aðrar eigur, en hleypa á sama tíma hvaða blaða- og "vísindamanni" sem er inn á svæðið.  Á meðan verið var að rýma svæðið og átta sig á mögulegri hættu þurfti eitt yfir alla að ganga.

Oft finnst mér að blaðamenn mikli um of fyrir sér og öðrum þeirra hlutverk.  Það er ekki sama að sinna "nauðsynlegri upplýsingaskyldu" og að sinna forvitni áhorfenda þeim því að vera "fyrstir með fréttirnar/myndirnar" þótt það hafi vissulega verið skemmtilegt að horfa á fyrstu myndir.


mbl.is Blaðamannafélagið gagnrýnir almannavarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...en kemst ekki í 21. árs landslið Íslands???

Hvenær fáum við að sjá þennan snilling í íslenska landsliðinu???
mbl.is Gylfi besti spyrnumaður í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með rammaáætlun?

Í dag hefst kynning á niðurstöðum 6 ára vinnu 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði.

Sjá frumniðurstöður á vefnum: www.rammaaaetlun.is

Gjástykki er þar tekið fyrir ásamt öðrum mögulegum orkuvinnslukostum á Íslandi.

Í framhaldi af niðurstöðu rammaáætlunar stendur til að festa í lög hvernig orkuvinnslusvæðum skuli raðað í verndar- og nýtingarflokka.  Því er einkennilegt að umhverfisráðherra stökkvi til og óski eftir sérstakri friðlýsingu eins svæðis - eins og til að grafa undan vinnu rammaáætlunar strax á fyrsta degi.

Eru þetta þau faglegu og lýðræðislegu vinnubrögð sem Vg hefur lofað kjósendum sínum?


mbl.is Friðlýsing Gjástykkis undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband