Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.7.2010 | 10:54
Þyrfti Björk að stofna skúffufyrirtæki?
Það er svo sem ekki fallegt að skensa Björk - sem er bæði frábær tónlistarmaður og vel meinandi einstaklingur - en ég stenst ekki mátið:
Samkvæmt slúðri síðustu ára hefur sá auður sem Björk hefur safnað á farsælum tónlistarferli farið í eignarhaldsfélag í einhverri skattaparadís svo hún þurfi ekki að borga himinháa tekjuskatta á Íslandi. Þess vegna birtist nafn hennar aldrei á lista yfir tekjuhæstu einstaklingana á Íslandi.
Ef Björk ætti að kaupa hlut í HS orku þyrfti hún að gera það með kennitölu innan EES, þ.e. stofna skúffufyrirtæki í Svíðþjóð, Lúxemburg eða jafnvel á Íslandi, ef hún fengi 70% kúlulán hér á landi.
En eins og Björk segir sjálf þú vill hún ekki kaupa því hún telur fyrirtækið eigi að vera eign fólksins í landinu.
Björk segist vera á móti einkavæðingu - en hún er nokkrum árum of sein með þær ábendingar.
Það virðist stundum gleymast í umræðunni að HS orka er nú fyrir í eigu Geysis Green Energy og Magma Energy. Það er tæplega raunhæft að GGE og ME séu tilbúin til að "gefa þjóðinni HS orku". Er þjóðin tilbúin til að kaupa þá hluti fyrir tugi milljarða úr skuldum vöfnum ríkissjóði (væntanlega til að sameina Landsvirkjun eða Rarik)? Steingrímur J. Sigfússon er það ekki - hann fékk árs frest en kaus að aðhafast ekkert.
Býður Björk hlut í Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2010 | 02:37
Undarlegar aðdróttanir
Eitt mikilvægasta hlutverk iðnaðarráðuneytis er að efla iðnað og atvinnu í landinu, þ.m.t. að efla ferðamennsku og stýra nýtingu orkuauðlinda. Í því felst jafnframt að kynna Ísland sem ákjósanlegan fjárfestingakost - fyrir Magma jafnt sem öðrum.
Iðnaðarráðuneytið getur ekki frekar en önnur ráðuneyti, lagt mat á hverjum þeir eiga að leiðbeina með fjárfestingar á Íslandi. Annað hvort geta erlendir aðilar fjárfest á Íslandi eða ekki. Það gengur ekki að eingöngu erlendir "vinir VG" fái að fjárfesta á Íslandi en ekki þeir sem VG uppnefna sem "erlent auðvald".
Í kjölfar bankahrunsins komst HS óbeint í eigu Íslandsbanka sem nú er um 90% í eigu óþekktra erlendra fjárfesta (kröfuhafa). Ekki kom til greina að Íslandsbanki færi að eiga og reka HS og því óhjákvæmilegt að selja. Fyrst Steingrímur Joð treysti sér ekki til að kaupa HS þegar það bauðst (t.d. með að sameina Landsvirkjun) var ekki um auðugan garð að grisja þegar kom að sölunni, einkum þar sem núverandi stjórnmáláaástand er ekki vinveitt fjárfestum yfir höfuð. Ég hef ekki orðið var við annað en að Magma sé prýðilegur kostur í þeirri erfiðu stöðu. Félagið er skráð á hlutabréfamarkaðinum í Toronto og eignarhaldið er nokkuð gagnsætt. Stærsti eigandinn er forstjórinn og stofnandinn Ross Beaty með 45% hlut skv. heimasíðu Magma: www.magmaenergycorp.com. Ákveðnir áhrifamenn innan VG, með Svandísi Svavarsdóttur í fararbroddi, viðrast hins vegar hafa horn í síðu Magma án þess að ástæður þess hafi komið skýrt fram.
Leiðbeindu ekki eigendum um stofnun félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2010 | 02:03
Ekki öfundsverður!
Howard Webb stóð sig vel á HM og var vel að því kominn að fá að dæma úrslitaleikinn.
Hollendingar léku mjög fast allt mótið og virtust markvisst yfirtækla andstæðinga sína, þ.e. stíga á ökla og ristar. Einkum var með ólíkindum hvað "tengdasonurinn" van Bommel komst upp með þennan leik. Hins vegar féllu Hollendingar með miklum tilþrifum og grétu þjóða mest ef við þeim var stuggað. Liðið komst upp með að leika stífan varnarleik og sækja á fjórum snillingum og voru eina taplausa liðið þegar kom að úrslitaleiknum.
Dagskipunin var greinilega að verjast framarlega og brjóta miðjuspil Spánverja með því að spila mjög fast. Dómarinn ætlaði sér að ná tökum á leiknum með gulum spjöldum snemma leiks en lenti í ógöngum þegar leikmenn héldu áfram. Rauða spjaldið á Heitiga kom kannski ekki fyrir grófasta brotið, snilldarlega fiskað af Iniesta, en Hollendingar voru búnir að safna rækilega fyrir því.
Webb ætlaði sér greinilega ekki að verða minnst fyrir vafasamar vítaspyrnur eða rauð spjöld. Hann var ekki fullkominn en komst heilt yfir mjög vel út úr afar erfiðum leik.
Dómarinn setti spjaldamet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 16:46
...og er einhver að axla ábyrgð?
Það varð víðar en á Íslandi mikið tjón af völdum áhættusækni í bankaheiminum eða því sem kallað hefur verið "ósjálfbær bankastarfsemi".
Björgunaraðgerðir þessara tveggja bandarísku fjármálastofnana einna kostar hvern íbúa USA allt að $1500. Örvunarpakki stjórnvalda, sem að mestu fól í sér að kaupa verðlaus undirmálslán af bönkum í einkaeigu, kostaði allt að $700 milljarða, eða allt að $3000 á hvern íbúa. Einnig var bílaiðnaðinum bjargað og á annað hundrað bankar fóru í þrot. Í heildina er tjónið líklega nærri einni milljón króna á hvern íbúa Bandaríkjanna.
Hér á landi var stofnað embætti sérstaks saksóknara og sett á laggirnar rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka og ákæra einstaklinga sem kunna að hafa borið ábyrgð á þeim blekkingarleik sem átti sér stað.
En hefur einhver bankastjórnandi, viðskiptajöfur eða stjórnmálamaður í Bandaríkjunum axlað ábyrgð með þeim hætti sem krafist er af íslenskum kollegum þeirra?
Nýjustu fréttir af fjármálalífinu vestra benda þvert á móti til þess að þar ríki "business as usual".
Rándýr björgunaraðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2010 | 12:21
Dugleg að leggja til hliðar, stelpan?
Hún Svana litla hefur væntanlega verið dugleg að leggja til hliðar undanfarin ár því ég trúi varla öðru en að Íslandsbanki krefjist þess að raunverulegt nýtt fjármagn komi inn í rekstur félagsins.
Það væri ábyrgðarlaust að selja hlutinn yfirvoguðum fjárfestum með 70-100% láni á þessum óvissutímum, jafnvel þótt kvenkyns séu.
Annars hefur Svanhildur Nanna skrautlegan feril að baki, þrátt fyrir ungan aldur, við að skuldsetja Íslandsbanka, Kaupþing og Straum sem forstöðumanneskja fjárstýringar hjá þessum félögum árin fyrir hrun og því auðvelt að láta sér detta í hug að hún hafi náð enn einum "snilldarlánasamningi".
En svona í alvöru talað er gott að unga efnilega fólkið á Íslandi er ekki af baki dottið heldur reynir að klaungrast á fætur og byrja upp á nýtt. Þótt illa hafi ferið árið 2008 þýðir ekki að væla yfir því endalaust heldur þarf að byrja strax að byggja atvinnulífið aftur upp.
Skeljungur seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 19:27
Framsóknarflokkinn skortir félagslegan þroska
Þar sem ég þekki margt prýðisfólk sem hefur starfað í Framsóknarflokknum þykir mér sorglegt að horfa upp á þann villikattarslag sem ríkir innan dyra. Framsóknarmenn virðast ekki kunna þann góða sið að takast á um menn og málefni á siðmenntaðan hátt, komast að niðurstöðu og standa síðan saman um hana út á við eins og nauðsynlegt er í öllu félagsstarfi.
Sé horft til þeirra subbulegu átaka sem átt hafa sér stað innan flokksins undanfarin ári, sérstaklega í Reykjavík, þykir mér eiginlega merkilegt að flokkurinn skuli þó hafa fengið 2,9% fylgi.
Rifjum aðeins upp helstu hnífstungur síðasta kjörtímabil, raðað út frá niðurstöðu prófkjöra:
2006-2010:
1. Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Rvk, stakk oddvitann Björn Inga Hafnsson í bakið og Bingi yfirgaf flokkinn. Á svipuðum tíma var Guðjón Ólafur veginn (man ekki aðdragandann að því)
2. Anna yfirgaf flokkinn í fússi eftir að hafa lent í 2. sæti í prófkjöri
3. Óskar Bergsson, færðist jafnt og þétt upp listann, varð oddviti þegar Bingi og starfaði nokkuð hávaðalaust með Hönnu Birnu seinni hluta kjörtímabilsins. Fékk fyrir rýting í bakið í næsta prófkjöri.
2010-2014
1. Einar Skúlason, hefur ekki fengið rýting enn en mun væntanlega fá hann fljótlega. Hann slysaðist hins vegar til að stinga flesta stuðningsmenn flokksins í bakið í oddvitaumræðum á RÚV kvöldið fyrir kostningar þegar hann lýsti (uppbyggingar)tímabilinu 1995-2005 sem "ömurlegu" fyrir Framsóknarmenn
2. Guðrún Valdimarsdóttir, "vonarprinsessa Framsóknar", fékk rýting eftir að í ljós kom að nafn eiginmanns hennar fannst í smáu letri í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hafði tapað verulegum fjármunum við fall einhvers bankans.
Kosningum varla lokið og þá óskar Guðmundur Steingrímsson eftir viðtali í sjónvarpi til að koma rýtingi í bak formannsins. Eru ekki haldnir innanflokksfundir til að ræða svona mál???
Er hægt að treysta svona hópi "villikatta" fyrir stjórnun lands og sveitarfélaga?
Svekkelsi og sigrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 13:28
Er hlaupinn köttur í Hjálmar Sveinsson?
Hjálmar Sveinsson náði 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar, fram yfir reynslumikið fólk, var nálægt því að komast í borgarstjórn en varð fyrsti varamaður flokksins í borgarstjórn og á góða möguleika á að komast inn í borgarstjórn sem slíkur.
Þá hefur hann möguleika á að komast til áhrifa í gegnum samstarf borgarfulltrúa flokksins og í gegnum mögulega nefndarsetu.
Er það ekki nóg - er Hjálmar Sveinsson ekki aðeins að ofmetnast?
Hjálmar Sveinsson hafði kannski meiri völd í gegnum Krossgötur og (Vg) Spegilinn...
Hjálmar tekur sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 11:33
Væri ekki nær að Jóhanna sliti stjórnarsamstarfinu?
Karl Th. reynir að beina athyglinni frá hinum stóra óþæginlega sannleika.
Tap í Reykjavík var ekkert einsdæmi, Samfylkingin tapaði einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og víðast hvar um allt land. Þar sem tekist var á um atvinnumál tapaði Samfylkingin.
Í fjölmiðlum var rætt um að kosningarnar væru uppgjör á hruninu og því spáð að hinir svokölluðu "hrunflokkar" myndu fá rassskellingu. En ef rýnt er í niðurstöðurnar er augljóst að ekki er síður verið að fella dóm yfir því sem tók við eftir hrun - ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem er ósamstíga í nánast öllum málum og hefur sáralitlum framförum náð, fær einnig skell. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur að undanförnu verið eitt stórt "djók"!
Hin duglega íslenska þjóð er búin að velta sér upp úr og vorkenna sér yfir bankahruninu í nærri 2 ár. Nú vill hún að "fjórflokkarnir" hætti þessari sjálfsvorkun, fari að hugsa til framtíðar og byggja upp velferð sem byggir á jákvæðni, bjartsýni og atvinnusköpun um allt land. Um það var kosið um helgina!
Karl Th. vill að Dagur víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2010 | 10:26
90% af raforku Íslands framleitt af hinu opinbera!
Hér er verið að mála skrattann á vegginn í pólitískum tilgangi.
Staðreyndin er sú að á Íslandi er uppsett afl um 2580 MW.
Þar af er aflgeta HS orku 175 MW eða rétt tæp 7%.
Megnið af hinum 2400 MW er í eigu opinberra aðila, einkum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rarik og Orkubús Vestfjarða, eða um 90%. Það ríkir samkeppni á raforkusölumarkaði þannig að ef HS orka hækkar verð umfram fyrirtækin í opinberri eigu munu viðskiptavinir einfaldlega beina viðskiptum sínum annað.
Framleiðsla, dreifing og sala á heitu og köldu vatni er einkaleifisstarfssemi er lýtur ströngum reglum og því hæpið að nýir eigendur HS orku nái að mjólka þann þátt með óeðlilegum hætti.
Það sem upp úr stendur er að HS orka mun koma til með að keppa samkeppnismarkaði við fyrirtæki í opinberri eigu sem hingað til hafa heldur verið skömmuð fyrir að skila of lítilli arðsemi og selja orku á of lágu verði. Eina keppikefli hinna nýju eigendur verður því að lækka framleiðslukostnað en hæpið er að þeir geti sótt fleiri krónur í vasa hins almenna raforkukaupanda.
Það er mikilvægt að ræða almennt hvert stefnir með íslenskan orkumarkað, sem er ein af fjórum mikilvægustu stoðum íslensks iðnaðar. En umræðan um hvort betra sé að hið "íslenska" Geysir Green eða "útlendingarnir" Magma eigi HS orku er á sorglega lágu plani og jaðrar við að vera þjóðernisöfgastefna.
Óttast hærra orkuverð til almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2010 | 09:46
Al Thani-málið hefur lengi legið ljóst fyrir ...
Það hefur í stórum dráttum legið fyrir frá því haustið 2008 að stjórnendur Kaupþings hafi lánað stórum viðskiptavinum í gegnum alls kyns leppa og dulur, háar fjárhæðir til að halda skuldatryggingarálagi niðri og gengi hlutabréfa uppi. Þetta mál hefur verið kallað Al Thani-málið, en í ljós hefur komið að það nær til mikil fleiri aðila.
Bæði Sigurður Einarsson og Hreiðar Már greindu hispuslaust frá þessu fljótlega eftir hrun bankanna og töldu sig hafa gert rétt til að verja bankann löglegum en óheiðarlegum árásum vogunarsjóða.
Frá þeim tíma hefur verið rætt um ólöglega markaðsmisnotkun og því aðeins tímaspursmál hvenær látið yrði reyna á það.
Hins vegar verður að teljast ólíklegt að gæsluvarðhald nú yfir Hreiðari Má og Magnúsi skýrist eingöngu af Al Thani málinu. Eina skýringin fyrir gæsluvarðhaldsdómi svo löngu síðar hlýtur að byggjast á því að þeir hafi verið staðnir að því að segja ósatt um veigamikil atriði önnur en markaðsmisnotkunina. Í fréttatilkynningu sérstaks saksóknarar er gefin vísbending um það:
"Til rannsóknar eru m.a. grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks brot gegn hlutafélagalögum."
Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |